3. dagur í Meistaramótinu – úrslit réðust í þremur flokkum

Nesklúbburinn

Í dag fór fram þriðji dagur Meistaramótsins 2016.  Það var sannkölluð rjómablíða þegar kylfingar hófu leik í morgun, spegilsléttur sjórinn umkringdi völlinn og sólin skein sínu skærasta.  Eftir hádegi dró þó fyrir sólu og það byrjaði að blása töluvert en engu að síður voru aðstæður mjög góðar.  Úrslit réðust í þremur flokkum; karlaflokki 50 – 64 ára, karlaflokki 65 ára og eldri og kvennaflokki 65 ára og eldri.  Í karlaflokki 50 – 64 ára sigraði Friðþjófur Arnar Helgason en hann lék á 79 höggum í dag og tryggði sér þannig 5 högga sigur.  Í karlaflokki 65 ára og eldri sigraði Heimir Sindrason á 260 höggum samtals og í flokki kvenna 65 ára og eldri sigraði Björg Sigurðardóttir á 298 höggum samtals.
Á morgun munu úrslit ráðast í 3. og 4. flokki karla og 2. og 3. flokki kvenna.  Þá munu einnig hefja leik 1. flokkur kvenna og piltaflokkur 15 – 18 ára.   Eftir hring dagsins er heildarstaða flokkanna eftirfarandi:

Karlar 50 – 64 ár – höggleikur – Úrslit

1. Friðþjófur Arnar Helgason – 246 högg 
2. Hörður Runólfur Harðarson – 251 högg
3. Jónas Hjartarson – 254 högg (eftir bráðabana)

Konur 65 ára og eldri – höggleikur – úrslit

1. Björg Sigurðardóttir – 288 högg
2. Rannveig Laxdal Agnarsdóttir – 298högg
2. Kristín Jónsdóttir – 312 högg

Konur 65 ára og eldri – punktakeppni – úrslit

1. Björg Sigurðardóttir – 112 punktar
2. Sonja Hilmars – 98 punktar
3. Rannveig Laxdal Agnarsdóttir – 97 punktar

Karlar 65 ára og eldri – höggleikur – úrslit

1. Heimir Sindrason – 260 högg
2. Þorkell Helgason – 261 högg
3. Erling Sigurðsson – 265 högg

Karlar 65 ára og eldri – punktakeppni – úrslit

1. Jón Hjaltason – 96 punktar
2. Jón Ásgeir Eyjólfsson – 94 punktar
3. Ólafur Sigurðsson – 92 punktar

2. flokkur kvenna – höggleikur (3 dagar af 4)

1. Hulda Bjarnadóttir – 300 högg
2. Hólmfríður Júlíusdóttir – 322 högg
2. Guðlaug Guðmundsdóttir – 324 högg

3. flokkur kvenna – punktakeppni (3 dagar af 4)

1. Rannveig Pálsdóttir – 116 punktar
2. Guðrún Una Valsdóttir – 114 punktar
3. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir – 95 punktar

3. flokkur karla – höggleikur – úrslit

1. Gunnar Grétar Gunnarsson – 273 högg
2. Þorleifur Árni Björnsson – 277 högg
3. Eggert Sverrisson – 279 högg 

4. flokkur karla – punktakeppni: (3 dagar af 4)

1. Páll Einar Kristinsson – 101 punktur
2. Guðni Albert Jóhannesson – 89 punktar
3. Þorgeir J. Andrésson – 86 punktar