Í gær fór fram fyrsta Meistaramót NK í betri bolta. Fullt var í mótið en 28 lið tóku þátt. Ræst var út á öllum teigum kl. 10 í ágætis veðri. Á hringnum fengu keppendur að spreyta sig í öllu mögulegu veðri en heilt yfir voru veðurguðirnir bara skaplegir. Eftir mót, gæddu keppendur sér svo á súpu og brauði yfir verðlaunaafhendingu auk þess sem dregið var úr skorkortum. Styrktaraðili mótsins var Icelandair Cargo.
Þeir sem unnu nándarverðlaun:
Næstur holu á 2. Guðmundur Gylfason 1,56m
Næstur holu á 5. Hanna G Birgisdóttir og Benedikt Blöndal bæði 2,70m
Næstur holu í 2 höggum á 8. Pétur Steinn Þorsteinsson 14cm
Næstur holu á 9. Egill Þorvarðarson 0,88m
Efstu 3 sætin í Meistaramótinu:
1. Símon Patrick Kattoll / Jochen Kattoll – 45 punktar
2. Egill Þorvarðarson / Guðmundur Örn Gylfason – 44 punktar
3. Jóhann Helgi Jóhannesson / Sigfús Jón Helgason – 43 punktar
Við óskum Símoni og Jochen innilega til hamingju með titilinn, en þessi frumraun tókst mjög vel og ljóst er að Meistaramót NK í betri bolta er komið til að vera. Meðfylgjandi mynd er af sigurvegurunum, Símoni og Jochen.