Bændur í Bændaglímunni á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Bændurnir í bændaglímunni sem fram fer á laugardaginn eru sko ekki af verri endanum þetta árið. Það verða mæðginin síkátu Petrea Jónsdóttir og Guðjón Kristinsson en það er einhverra hluta vegna þannig að þau eru bara alltaf hress.

Eins og venjulega verður skipt í tvö lið, bláa liðið og rauða liðið.  Petrea tók náttúrulega ekki annað í mál en að vera í forsvari fyrir bláa liðið enda stofnaði hún líklega Sjálfstæðisflokkinn og vann fyrir hann af heilindum einum í trilljón ár.  Guðjón sem verður þá í forsvari fyrir rauðaliðið er hvorki krati, valsari né stofnaði félag rauðhærðra, en hann hafði bara ekkert val fyrst að mamma hans var búinn að taka frá bláa liðið.

Þetta verður því húrrandi stemning á laugardaginn, skráning fer vel af stað og hvetjum við alla félagsmenn til að skrá sig og vera með í að kveðja þetta golfsumar með bravör.  Skráning er á golfbox eða með því að smella hér.