Eins og áður hefur komið fram er búið að opna Risið, inniaðstöðu Nesklúbbsins. Til að byrja með er opnunartími alla virka daga á milli kl. 13.00 og 19.00 og um helgar á milli kl. 13.00 og 18.00.
Í nóvember verður 50% afsláttur fyrir félagsmenn Nesklúbbsins í golfherminn og kostar klukkustundin því aðeins kr. 2.000. Í golfherminum er hægt að spila marga af frægustu golfvöllum heims og er um að gera að koma við og kíkja á aðstæður og sjá hvað er í boði. Athugið að hægt er að panta golfherminn utan hefðbundins opnunartíma í samráði við Hjalta í síma 561-1910 en hann veitir einnig allar nánari upplýsingar um Risið.
Æfingar barna- og unglinga hefjast núna í vikunni og verða æfingatímarnir settir inn á heimasíðu klúbbsins á morgun.