Tilboð á golfkennslu í marsmánuði fyrir félaga í Nesklúbbnum

Nesklúbburinn

Nú er farið að styttast í vorið og margir sem að stefna utan í golfferð um páskana. Í tilefni af því verður boðið upp á 20% afslátt af golfkennslu í marsmánuði. 30 mínútur í einkakennslu kosta því 4.000.- kr í mars fyrir félaga í Nesklúbbnum. Fyrir þá sem að vilja nýta sér tilboðið er best að panta tíma á netfanginu nokkvi@nkgolf.is.

Einnig vil ég benda á tilboðsverð á bókinni Bættu Boltaflugið sem gefin var út fyrir jólin. Hún selst nú á 2.000.- hjá undirrituðum. Pantanir á nokkvi@nkgolf.is.

Með golfkveðju, Nökkvi Gunnarsson