Að raka glompur rétt – beiðni frá vallarnefnd

Nesklúbburinn

Kæru kylfingar,

Vegna ítrekaðra atvika þar sem sandur hefur færst til í glompum hægra megin við níundu og áttundu holu vill vallarnefnd koma eftirfarandi á framfæri.
Kylfingar sem lenda í þessum glompum eru vinsamlegast beðnir um að raka sandinn frá sér en ekki á eftir sér þegar gengið er upp úr glompunum. Ef kylfingar raka sandinn á eftir sér þá safnast allur sandurinn við einn enda bönkersins og hinn endinn verður sandlítill.
Þrátt fyrir að vallarstarfsmenn hafa ítrekað og jafnvel daglega fært sandinn aftur í sitt horf að morgni dugar það ekki til þegar kylfingur fer í hann að kvöldi.
Óskum við eftir aðstoð ykkar kylfinga við þetta verkefni og munum eftir því að skilja við bönkerana eins og við viljum koma að þeim.

Kveðja,
Vallarnefnd