Aðalfundur – framboð til stjórnar

Nesklúbburinn

Síðasti dagur til þess að tilkynna framboð til stjórnar Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins er laugardaginn 12. nóvember.

Laugardaginn 26. nóvember verður aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins haldinn í golfskála félagsins kl. 15.00. Á síðasta aðalfundi var samþykkt breyting á lögum klúbbsins sem horfir einna helst til þeirra sem ætla að bjóða sig fram í stjórn.  Samkvæmt þeirri lagabreytingu þarf nú að tilkynna framboð til kjörnefndar eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.  

Kjörnefnd aðalfundar 2016 hefur verið skipuð af stjórn.  Kjörnefndina skipa þau Baldur Þór Gunnarsson, Hjalti Arnarson og Þyrí Valdimarsdóttir.  Hægt er að tilkynna framboð til stjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið kjornefnd@nkgolf.is eða í síma framkvæmdastjóra, 860-1358 sem mun þá koma framboðinu áleiðis til kjörnefndar.  Síðasti dagur til þess að tilkynna framboð til stjórnar er laugardagurinn 12. nóvember.  Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma:860-1358 eða með tölvupósti á netfangið haukur@nkgolf.is