Vetrarnámskeið – UPPFÆRT

Nesklúbburinn

Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar hafa verið frábærar og nú er orðið uppselt í alla hópa á virkum dögum, samtals 9 talsins. Enn er þó laust á laugardögum í alla hópa.

 

Nú styttist í opnun hinnar glæsilegu inniaðstöðu Nesklúbbsins.

Vetrarnámskeið fyrir félaga verða með svipuðu sniði og undanfarin ár og hefjast strax eftir áramótin. 4 saman í hóp og námskeiðin standa yfir í 10 vikur. Hver tími er ein klukkustund og eru tímarnir að mestu byggðir upp á stöðvaþjálfun. Fyrsti tími í viku 1 og sá síðasti í viku 10. Notast verður við nýjasta tæknibúnað eins og Trackman 4, Boditrak þungaflutningsmottu, Flightscope og fleira.

Tímasetningar í boði: Þriðjudagar kl. 17:00 – Þriðjudagar kl. 18:05 – Þriðjudagar kl. 19:10 – þriðjudagar kl. 20:15 – miðvikudagar kl. 18:00 – miðvikudagar kl. 19:05 – miðvikudagar kl. 20:10 – laugardagar kl. 09:00 – laugardagar kl. 10:05 – laugardagar kl. 11:10.

Síðustu ár hefur selst fljótt upp á námskeiðin og eru félagar því hvattir til að hafa hraðar hendur við skráningu.

Verð 37.500.-kr

Skráning á nokkvi@nkgolf.is