Aðalfundur Nesklúbbsins 2015

Nesklúbburinn

Aðalfundur
Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2015

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins verður haldinn í golfskála félagsins laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 15.00.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Lögð fram skýrsla formanns
  4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
  7. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
  8. Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
  9. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. laga.
  10. Önnur mál.

Lagabreytingar: Fyrir liggur tillaga stjórnar Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins um breytingu á 9. grein laga félagsins.  Tillagan er eftirfarandi:
—————————————————————————————————————— 

Stjórn Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins leggur fram eftirfarandi tillögu að lagabreytingu á núgildandi lögum á aðalfundi félagsins þann 28. nóvember 2015.  

Viðbót við 9 grein: 

Mánuði fyrir aðalfund skal stjórnin skipa þriggja manna kjörnefnd sem starfar fram yfir aðalfund.  Tilkynningar um framboð til stjórnar skulu berast kjörnefnd eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Hafi eigi borist næg framboð skal kjörnefnd hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða. Framboð skulu kynnt með aðalfundarboði á heimasíðu klúbbsins. 
—————————————————————————————————————— 

9. grein myndi þá í heild sinni verða eftirfarandi:

Kjörgengir til stjórnarstarfa eru lögráða félagsmenn.  Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum sem kosnir eru á aðalfundi.  Fjórir eru kosnir til tveggja ára í senn, tveir í hvert sinn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn.  Jafnframt skal kjósa tvo varamenn til eins árs í senn sem kvaddir verði til í forföllum stjórnarmanna og þá í þeirri röð sem þeir voru tilnefndir við kjör eða kosnir.  Varamenn mega sitja stjórnarfundi í félaginu og hafa þar málsfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hafa þeir aðeins í forföllum aðalsmanns.  Tveir skoðunarmenn reikninga eru kosnir saman til eins árs í senn.  Formann, stjórnarmenn, varamenn og skoðunarmenn má endurkjósa.  Kosning skal vera skrifleg komi fram ósk þar að lútandi.
Mánuði fyrir aðalfund skal stjórnin skipa þriggja manna kjörnefnd sem starfar fram yfir aðalfund.  Tilkynningar um framboð til stjórnar skulu berast kjörnefnd eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Hafi eigi borist næg framboð skal kjörnefnd hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða. Framboð skulu kynnt með aðalfundarboði á heimasíðu klúbbsins.