Námskeið í vetur

Nesklúbburinn

Vetrarnámskeiðið fékk frábærar viðtökur í fyrra og komust færri að en vildu. Ég hef því ákveðið að endurtaka leikinn i vetur og vona að viðtökur verði góðar.

Kennt verður í 4 manna hópum í inniaðstöðu klúbbsins og stendur námskeiðið yfir í 10 vikur. Boðið verður uppá 8 mismunandi tímasetningar/hópa.

Mánudagar kl. 17:10 til 18:10 og 18:20 til 19:20.

Þriðjudagar kl. 18:40 til 19:40 og 19:50 til 20:50.

Miðvikudagar kl. 17:10 til 18:10, 18:20 til 19:20, og 19:30 til 20:30.

Fimmtudagar kl. 18:40 til 19:40.

Fyrsti hópur byrjar 4. jan og síðasti hópur klárar fimmtudaginn 10. mars.

Skipulag tímanna verður með svipuðu móti og í fyrra, upphitun, stöðvaþjálfun, og skemmtilegur leikur í lokin. Farið verður yfir alla helstu þætti leiksins og þáttakendur fá möppu með upplýsingum um huglæga þátt leiksins sem nýtast ætti öllum til þess að bæta leik sinn og auka vellíðan og skemmtun á meðan á leik stendur.

Verð á námskeiðinu er það sama og í fyrra, 35.000.- kr.

Skráning og nánari upplýsingar á nokkvi(hjá)nkgolf.is

Það getur verið fljótt að fyllast og því hvet ég áhugasama að skrá sig sem fyrst.

Sá þáttakandi sem að nær besta hring tímabilsins 2016 (punktar)  í viðurkenndu móti sem skráð er á golf.is, fær námskeiðsgjaldið endurgreitt.

Bestu kveðjur, Nökkvi