Stjórn Nesklúbbsins – Golfklúbbs Ness boðar hér með til aðalfundar vegna starfsársins 1. nóvember 2019 til 31. október 2020. Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 24. mars 2021 í Hátíðarsal Gróttu á efri hæð íþróttahússins á Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi og hefst kl. 20:30. Vegna gildandi sóttvarnarreglna verður fundarmönnum skipað til sætis að lokinni skráningu á fundinn. Tekið skal fram að fundarmenn verða að bera sóttvarnargrímur á fundinum og þess verður gætt að góð fjarlægð sé á milli fundarmanna. Hámarksfjöldi fundarmanna er 200.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Fundarsetning
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Lögð fram skýrsla formanns
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
- Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. þessara laga.
- Önnur mál.
Samkvæmt 2.mgr. 9.gr. laga klúbbsins ber að tilkynna framboð til stjórnar með aðalfundarboði á heimasíðu. Í kjöri eru formaður til eins árs og þrír stjórnarmenn til tveggja ára. Samkvæmt tilkynningum til kjörnefndar hafa eftirfarandi framboð borist:
Formaður: Kristinn Ólafsson hefur boðið sig fram á ný til eins árs. Önnur framboð til formanns hafa ekki borist kjörnefndinni.
Til stjórnar til tveggja ára: Núverandi stjórnarmenn þeir Árni Vilhjálmsson, Jóhann Karl Þórisson og Stefán Örn Stefánsson hafa allir boðið sig fram til stjórnarsetu til tveggja ára. Önnur framboð hafa ekki borist kjörnefndinni.
Á síðasta aðalfundi voru kjörinn í stjórn til tveggja ára þau Áslaug Einarsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir og Þorsteinn Guðjónsson.
Stjórnin.