Aðalfundur Nesklúbbsins 2020

Nesklúbburinn Almennt

Stjórn Nesklúbbsins – Golfklúbbs Ness boðar hér með til aðalfundar vegna starfsársins 1. nóvember 2019 til 31. október 2020.  Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 24. mars 2021 í Hátíðarsal Gróttu á efri hæð íþróttahússins á Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi og hefst kl. 20:30.  Vegna gildandi sóttvarnarreglna verður fundarmönnum skipað til sætis að lokinni skráningu á fundinn.  Tekið skal fram að fundarmenn verða að bera sóttvarnargrímur á fundinum og þess verður gætt að góð fjarlægð sé á milli fundarmanna. Hámarksfjöldi fundarmanna er 200. 

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

 Fundarsetning

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Lögð fram skýrsla formanns
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði.
  5. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
  6. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
  7. Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
  8. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. þessara laga.
  9. Önnur mál. 

Samkvæmt 2.mgr. 9.gr. laga klúbbsins ber að tilkynna framboð til stjórnar með aðalfundarboði á heimasíðu.  Í kjöri eru formaður til eins árs og þrír stjórnarmenn til tveggja ára. Samkvæmt tilkynningum til kjörnefndar hafa eftirfarandi framboð borist:

Formaður: Kristinn Ólafsson hefur boðið sig fram á ný til eins árs.  Önnur framboð til formanns hafa ekki borist kjörnefndinni.

Til stjórnar til tveggja ára:  Núverandi stjórnarmenn þeir Árni Vilhjálmsson, Jóhann Karl Þórisson og Stefán Örn Stefánsson hafa allir boðið sig fram til stjórnarsetu til tveggja ára.  Önnur framboð hafa ekki borist kjörnefndinni.

Á síðasta aðalfundi voru kjörinn í stjórn til tveggja ára þau Áslaug Einarsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir og Þorsteinn Guðjónsson.

Stjórnin.