Aðalfundur Nesklúbbsins fór fram í dag

Nesklúbburinn

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í dag, laugardaginn 30. nóvember.  Rúmlega 70 félagar sátu fundinn.  Lögð var fram skýrsla stjórnar sem og reikningar sem voru samþykktir samhlóða.

Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 57 milljónir og rekstrargjöld um 53 milljónir.  Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var rekstrartap 4,9 milljónir.  Heildarskuldir klúbbsins eru bókfærðar 1,3 milljón.

Þær breytingar urðu á stjórn að Oddur Óli Jónasson kemur inn í stjórn í stað Þorvaldar Jóhannessonar sem setið hefur í stjórn klúbbsins sem ritari í fjögur ár.  Í varastjórn kemur Þuríður Halldórsdóttir inn í stað Jónasar Hjartarsonar sem gaf ekki kost á áfram.  Aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér áfram og er stjórn klúbbsins því þanig skipuð ásamt Oddi Óla, Ólafur Ingi Ólafsson formaður, Geirarður Geirarðsson, Arnar Friðriksson og Áslaug Einarsdóttir.  Varamenn í stjórn eru þær Guðrún Valdimarsdóttir og Þuríður Halldórsdóttir.

Á fundinum voru afhent þrjú heiðursmerki.  Jónasi Hjartarsyni var veitt silfurmerki Nesklúbbsins, Geirarði Geirarðssyni og Þorkeli Helgasyni voru veitt gullmerki GSÍ, öllum fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Nesklúbbsins og golfíþróttarinnar á Íslandi.