Álagning félagsgjalda fyrir árið 2014

Nesklúbburinn

Nú stendur yfir álagning félagsgjalda fyrir tímabilið 2014 og mega félagsmenn því eiga von á kröfu í heimabankann hjá sér á næstu dögum eða sjá það á greiðslukortayfirliti sínu um næstu mánaðarmót. Fyrsti gjalddagi verður 2. janúar næstkomandi.  Sem fyrr er hægt að velja um þrjár leiðir við til að greiða félagsgjöldin:

Einn greiðsluseðill – gjalddagi 2. janúar – eindagi 15. janúar

Fjórir greiðsluseðlar – gjalddagar: 2. janúar, 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl – eindagar 15. hvers mánaðar

Greiðslukort – skipta greiðslum í 6 hluta, gjalddagar frá: 1. janúar – 1. júní

Afar mikilvægt er að félagsmenn láti vita fyrir miðvikudaginn 11. desember ef þeir hafa hug á að breyta um greiðslufyrirkomulag frá fyrra ári.  Hægt er að senda inn breytingu á netfangið: nkgolf@nkgolf.is eða í síma 561-1930.  

Á aðalfundi Nesklúbbsins sem haldinn var laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn voru félagsgjöld samþykkt eftirfarandi:

Hjónagjald – kr. 134.000.-
Félagsgjald 20 ára og eldri – kr. 83.000.-
Félagsgjald 16 – 20 ára – kr. 47.000.-
Félagsgjald 15 ára og yngri – kr. 32.000
Hjónagjald 67 ára og eldri – kr. 105.000 (miðast við að báðir aðilar séu orðnir 67 ára)
Félagsgjald 67 ára og eldri – kr. 71.000

Skipting í aldurshópa miðast við almanaksár. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 561-1930 eða á netfangið: nkgolf@nkgolf.is