Aðalfundur Nesklúbbsins haldinn í gær

Nesklúbburinn

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í gær, miðvikudaginn 29. nóvember.  Um 50 félagar í klúbbnum sátu fundinn þar sem m.a. var lögð fram skýrsla stjórnar og reikningar sem voru samþykktir samhljóða.

Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru rúmar 93 milljónir og rekstargjöld tæplega 88 milljónir.  Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var hagnaður 994  þúsund.  Heildarskuldir klúbbsins eru bókfærðar 10.200 þúsund.

Samþykkt var með ölllum greiddum atkvæðum fjölgun félagsmanna um 50 aðila fyrir árið 2018.  Einnig var samþykkt að hjónagjald skyldi lagt af í hópum 20-66 ára og 66 ára og eldri og framvegis því einn flokkur félagsgjalda þar sem allir greiða sama félagsgjald í báðum hópum óháð hjúskaparstöðu.  Árgjald fyrir árið 2018 má sjá inni á heimasíðu klúbbsins.

Á fundinum voru lagðar til og samþykktar lagabreytingar á 9. grein laga.  Þær breytingar felast fyrst og fremst í sér að ekki er lengur kosið um varamenn í stjórn heldur verður aðalstjórn framvegis skipuð þeim 6 einstaklingum sem kosnir eru á aðalfundi.  Lög þessi taka gildi á aðalfundi 2018.

Stjórn Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins árið 2018 verður eftirfarandi:

Formaður: Kristinn Ólafsson

Stjórn:

Árni Vilhjálmsson
Áslaug Einarsdóttir
Guðrún Valdimarsdóttir
Stefán Örn Stefánsson

varamenn
Jóhann Karl Þórisson
Þuríður Halldórsdóttir