Aðalfundur Nesklúbbsins

Nesklúbburinn

Miðvikudaginn 29. nóvember nk. verður aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins haldinn í golfskála félagsins kl. 19.30.  Dagskrá fundarins verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Samkvæmt lögum félagsins skal framboðum til stjórnar skilað til kjörnefndar eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.  Hægt er að tilkynna framboð til kjörnefndar með því að senda tölvupóst á netfangið nkgolf@nkgolf.is eða í síma framkvæmdastjóra, 860-1358 sem mun þá koma framboðinu áleiðis til kjörnefndar.  Síðasti dagur til þess að tilkynna framboð er miðvikudagurinn 15. nóvember.  Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma:860-1358 eða með tölvupósti á netfangið haukur@nkgolf.is.