Aðalfundur, veitingasala o.fl.

Nesklúbburinn

Aðalfundur 2016:

Laugardaginn 26. nóvember verður aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins haldinn í golfskála félagsins kl. 15.00. Á síðasta aðalfundi var samþykkt breyting á lögum klúbbsins sem horfir einna helst til þeirra sem ætla að bjóða sig fram í stjórn.  Samkvæmt þeirri lagabreytingu þarf nú að tilkynna framboð til kjörnefndar eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.  
Kjörnefnd aðalfundar 2016 hefur verið skipuð af stjórn.  Kjörnefndina skipa þau Baldur Þór Gunnarsson, Hjalti Arnarson og Þyrí Valdimarsdóttir.  Hægt er að tilkynna framboð til stjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið kjornefnd@nkgolf.is eða í síma framkvæmdastjóra, 860-1358 sem mun þá koma framboðinu áleiðis til kjörnefndar.  Síðasti dagur til þess að tilkynna framboð til stjórnar er laugardagurinn 12. nóvember.  Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma:860-1358 eða með tölvupósti á netfangið haukur@nkgolf.is

Veitingasalan: 

Breytingar munu verða á rekstri veitingasölunnar á næsta ári.  Veislan sem séð hefur um rekstur veitingasölunnar undanfarin tvö ár hefur sagt sig frá verkefninu og mun stjórn klúbbsins nú hefja leit að nýjum umsjónaraðila fyrir næsta sumar.  Stjórn Nesklúbbsins vill þakka þeim Ísaki og Andreu í Veislunni kærlega fyrir mjög gott samstarf undanfarin tvö ár og óskar þeim alls hins besta.

Inniaðstaðan:

Nú styttist í að hin nýja inniaðstaða klúbbsins á Eiðistorgi verði opnuð.  Unnið er hörðum höndum daglega í uppbyggingu og hafa nokkrir sjálfboðaliðar í klúbbnum unnið stórkostlega vinnu við að gera þetta að veruleika og koma aðstöðunni upp.  Stefnt er að því opna aðstöðuna síðari hluta nóvembermánaðar.  Myndirnar sem fylgja þessari tilkynningu eru teknar nýverið í hinni nýju aðstöðu og má þar sjá hvernig hún lítur út í dag.

Völlurinn:

Óhætt er að segja að haustið hafi komið vel út fyrir kylfinga og meðlimi Nesklúbbsins.  Veðurskilyrði hafa verið ákaflega hagstæð og er t.a.m. ennþá opið inn á sumarflatir og teiga sem verður að teljast frábært þegar nóvember mánuður rennur nú í garð.  Góðir dagar veðurfarslega hafa komið inn á milli og hefur þá verið ágætis aðsókn félagsmanna á völlinn.  Þegar þannig hefur viðrað hefur eðlilega borið á góma hvort skálinn eigi að vera opinn og þá sérstaklega inn á salernin.  Stjórn klúbbsins ákvað á síðasta stjórnarfundi að sett verði upp sérstök aðgangsstýring inn í anddyrið í skálanum þannig að þeir sem vilja nýta sér salernisaðstöðu og fatahengi geti það óháð opnun skálans.  Miðað er við að þetta verði sett upp í vetur og tilbúið fyrir næsta vor.
Kylfingar eru sem fyrr beðnir um að ganga vel um völlinn, setja torfusnepla í kylfuförin og laga boltaför á flötum og þess má geta að völlurinn er EINGÖNGU opinn félagsmönnum.