Aðalfundurinn 2019 haldinn í gær

Nesklúbburinn

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í gær, fimmtudaginn 28. nóvember.  Kristinn Ólafsson formaður klúbbsins gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og þá gerði Guðrún Valdimarsdóttir, gjaldkeri grein fyrir reikningunum sem voru svo lagðir fram af fundarstjóra og voru þeir samþykktir samhljóða.

Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru rúmlega 104 milljónir  og rekstrargjöld tæplega 96 milljónir.  Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var hagnaður á starfsemi ársins 1.246 þúsund.  Engar langtímaskulidr hvíla á klúbbnum og nam eigið fé í árslok rúmlega 73.5 milljónum.

Á fundinum voru ákveðin félagsgjöld fyrir árið 2020.  Stjórn klúbbsins lagði fram rekstraráætlun sem tók mið af um 4% hækkun á félagsgjöldum að meðaltali í samræmi við almennar verðlagshækkanir og hækkun á GSÍ félagsgjaldinu.  Á fundinum var borin upp breytingartillaga sem gerði ráð fyrir frekari hækkun til þess að standa straum af uppbyggingu á vellinum.  Fundarstjóri bar tillöguna upp og var hún samþykkt með miklum meirihluta atkvæða.  Félagsgjöld fyrir árið 2020 verða því eftirfarandi:

20 ára og eldri: 90.200 (97.200 með inneign í veitingasölunni)
15 ára og yngri: 41.800
16-19 ára: 62.700
67 ára og eldri: 75.900 (82.900 með inneign í veitingasölunni)

Ein breyting varð á stjórn klúbbsins.   Þuríður Halldórsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru í framboði um þrjú sæti þau Áslaug Einarsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir og Þorsteinn Guðjónsson.  Þorsteinn kemur því nýr inn í stjórn klúbbsins sem verður fyrir næsta ár skipuð:

Kristinn Ólafsson, formaður

Stjórn:

Árni Vilhjálmsson
Áslaug Einarsdóttir
Guðrún Valdimarsdóttir
Jóhann Karl Þórisson
Stefán Örn Stefánsson
Þorsteinn Guðjónsson