Aðgangur að salernum

Nesklúbburinn

Það eru nú fjölmargir félagsmenn sem hafa virkjað félagsskírteinin sín til þess að geta nýtt sér salernisaðstöðuna í golfskálanum utan hefðbundins opnunartíma.  Til þess að þetta fyrirkomulag gangi upp og til að forðast frekari kostnað og óþægindi þurfa allir að leggjast á eitt um að ganga vel um og umfram allt tryggja öryggi skálans.  Það er fyrst og fremst að:

1. Slökkva ljósin á bæði salernum og ganginum.
2. Ganga úr skugga um að hurðin sé ÖRUGGLEGA læst þegar maður er kominn út aftur – TAKA Í HÚNINN.
3. Munið að hver og einn er ábyrgur fyrir sínu aðgengi og ber að tilkynna strax ef kortið glatast.