Afmælismerkið

Nesklúbburinn

Eftir nokkrar vikur mun okkur berast pokamerkið fyrir 2013. Eins og fram hefur komið er ákveðið að 50 ára afmælishaldið dreifist yfir tvö ár og þess vegna verður nýja afmælismerkið á pokamerkinu.

Afmælisnefndin lagði til að kríunni yrði gert hátt undir höfði í merkinu enda er hún í flestra huga helsta einkenni vallarins. Eins og sést á meðfylgjandi myndum fær krían sannarlega að njóta sín ásamt gamla góða merkinu okkar. 

Fyrsta myndin er af merkinu sjálfu og svo pokamerkinu fyrir árið í ár, en síðan fylgja nokkrar tillögur að notkun merkisins.

Það er von stjórnar og afmælisnefndar að félagar séu sáttir við þessa útfærslu.