Allar upplýsingar um inniaðstöðuna

Nesklúbburinn

Allar helstu upplýsingar um Risið, hina nýju inniaðstöðu Nesklúbbsins á Eiðistorgi má nú sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is undir inniaðstaða (sjá mynd sem fylgir fréttinni).

Félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér hvað aðstaðan býður upp á og nýta sér hana sem mest.