Fyrsta púttmót vetrarins er á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Jæja, þá er loksins komið að því sem allir hafa beðið eftir og verður fyrsta púttmót vetrarins haldið sunnudaginn 12. janúar.  Eins og áður er það eina sem þarf að gera að mæta með pútterinn og kúlu einhverntíman á milli kl. 11.00 og 13.00 á sunnudögum.  

Fyrirkomulagið er með örlítið breyttu sniði en áður og er nánar útskýrt á heimasíðu klúbbsins undir „inniaðstaða/púttmót“ en svona í grunninn verður þetta þannig að það fá allir 2 x 18 holur fyrir 500 kr. þáttttökugjald og verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í bæði kvenna- og karlaflokki ásamt einhverjum aukaverðlaunum hverju sinni. 

Þannig verður einhver aukaleikur hvern sunnudag og verða veitt verðlaun sérstaklega fyrir það.  Núna á sunnudaginn verður það „næst holu“ keppni í golfherminum.  Allir sem taka þátt í púttmótinu fá 2 högg á einhverri geggjaðri par 3 braut sem er u.þ.b. 100m löng.  Það er því um að gera að taka með sér kylfu við hæfi eða bara fá lánaða á staðnum.

Sjáumst hress á sunnudaginn þar sem Hjalti verður að sjálfsögðu mættur og með heitt á könnunni