Bændaglíman verður á laugardaginn

Nesklúbburinn

Eins og allir muna að þá þurfti að fresta Bændaglímunni síðusta laugardag vegna veðurs.  Nú ætlum við að reyna aftur og verður Bændaglíma Nesklúbbsins 2020 haldin laugardaginn 3. október.  Bændaglíman sem er svo sannarlega mót á léttu nótunum og til gamans gert, er jafnframt lokamót hvers sumars.  Því eru félagsmenn hvattir til þess að mæta og kveðja þetta merkilega en um leið frábæra golftímabil með stæl.

Bændur í ár verða eðalhjónin Fjóla Guðrún Friðriksdóttir og Haraldur Jóhannsson sem ættu að vera flestum, ef ekki öllum félagsmönnum kunn.  Þau eru ekki þekkt fyrir að gefa neitt eftir og verður því án efa barist fram á síðustu holu – þetta verður bara gaman.

Skráning og allar nánari upplýsingar á Golfbox eða með því að smella hér 

ATH: Öllum skráningum fyrir mótið síðasta laugardag þurfti að eyða út þannig að þeir félagsmenn sem voru skráðir í það mót þurfa að skrá sig aftur