Bændaglímu var haldin – takk fyrir sumarið

Nesklúbburinn

Bændaglíman var haldin í dag þrátt fyrir óvissuástand og þá að sjálfsögðu í takti við sóttvarnatakmarkanir eins og klúbburinn hefur reynt að gera í allt sumar.  

Mótið fór fram í fínu veðri, örlítið napurt en allar aðstæður í raun eins og best verður á kosið svona miðað við október mánuð á Íslandi og útsýnið var geggjað.   Skipt var í tvö lið og bændur voru hjónin Fjóla Guðrún, formaður kvennanefndar og Haraldur Jóhannsson.  Það var fullt í mótið og þátttakendur skemmtu sér vel – þetta var kalt en gaman og úrslitin skipta engu máli.

Í ljósi væntanlegra samkonutakmarkana munum við nú loka golfskálanum alveg næstu daga.  Opið verður á salerni frá kl. 09.00 og frameftir degi.

Takk fyrir merkilegt en gott golfsumar.  Gleymum ekki að þann 3. maí síðastliðinn var ekki vitað hvort leika mætti golf þetta sumar á Íslandi sökum Covid.  Þetta hefur tekist með allskyns útfærslum og hefur verið reynt að framfylgja umfram allt öllum sóttvarnarreglum eins og við best gátum.

Allar upplýsingar um framhaldið á bæði vellinum, skálanum og inniaðstöðunni munu birtast hér á heimasíðunni á næstu dögum.