Tveir Landsliðsmenn frá Nesklúbbnum

Nesklúbburinn

Öldungamótaröð LEK 2020 lauk núna síðastliðna helgi.  Röð á öldungamótaröðinni gefur stig til landsliðs eldri kylfinga Golfsambands Íslands og er gaman að segja frá því að það voru tveir félagsmenn úr Nesklúbbnum sem spiluðu sig inn í landsliðið í flokki karla 55 ára og eldri.  Það eru þeir Eggert Eggertsson og Gauti Grétarsson og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með frábæran árangur.