Birkir Már Birgisson var á dögunum ráðinn nýr vallarstjóri hjá Nesklúbbnum. Birkir Már útskrifaðist frá Elmwood College í Skotlandi árið 2000 þar sem hann nam grasvallarfræðin. Hann er hokinn af reynslu í umsjá golfvalla hér á landi og kemur til okkar frá Kiðjabergi þar sem hann hefur verið Framkvæmda- og vallarstjóri undanfarin þrjú ár við góðan orðstír. Þar áður hefur hann unnið á nokkrum völlum hér á landi, en lengst af sem vallarstjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
Nesklúbburinn býður Birki hjartanlega velkominn til starfa og í Nesklúbbsfjölskylduna og mun hann hefja störf hjá okkur þann 1. febrúar næstkomandi.
Meðfylgjandi mynd er af Birki Má og Þorsteini Guðjónssyni formanni Nesklúbbsins sem tekin var við undirritun starfssamning Birkis í síðustu viku.