Breytingar á uppsetningu vallarins – sýnum ábyrgð

Nesklúbburinn

Kæru félagsmenn,

Í ljósi allra frétta frá embætti sóttvarnalæknis undanfarið finnst okkur nú tilefni til þess að sýna ábyrgð. Við ætlum því að breyta örlítið uppsetningu vallarins í dag sem mun ná til næstu daga.  Við viljum að sjálfsögðu öll geta haldið áfram að njóta alls hins besta á vellinum okkar og í klúbbhúsinu.  Svo það gangi upp áfallalaust þurfum við sameiginlega að huga að öllum sóttvörnum á svæðinu og því verða:

* Holubotnarnir hækkaðir aftur eins og var fyrr í vor
* Allar hrífur fjarlægðar úr glompum
* Sóttvarnarbrúsar verða settir upp á öllum teigum um helgina

Allt annað verður óbreytt og munum bara öll að fara varlega og njótum sumarsins

Staðarreglum verður breytt í samræmi við ofangreint.

Stjórnin