BYKO vormótið var haldið á Nesvellinum í dag. Mótið var innanfélagsmót og það fyrsta í sumar sem telur til forgjafar. Mótið heppnaðist í alla staði ákaflega vel þar sem 76 kylfingar voru skráðir til leiks og léku 9 holur við mjög góðar aðstæður, bæði með tilliti til veðurs og vallar. Leikið var eftir punktafyrirkomulagi og voru veitt verðlaun fyrir fimm efstu sætin ásamt verðlaunum fyrir besta skor og nándarverðlaunum á par 3 brautum. Óhætt er að segja að kylfingar kom vel undirbúnir fyrir tímabilið enda lækkuðu 15 kylfingar forgjöf sína í mótinu eða tæplega 20% af þátttakendum sem verður að teljast nokkuð gott. Í punktakeppninni sigraði Erla Pétursdóttir með 21 punkt og besta skor dagsins átti Rúnar Geir Gunnarsson en hann lék á 34 höggum. Annars voru helstu úrslit eftirfarandi:
PUNKTAKEPPNI:
1. sæti: Erla Pétursdóttir – 21 punktur
2. sæti: Rúnar Geir Gunnarsson – 21 punktur
3. sæti: Lárus Guðmundsson – 20 punktar
4. sæti: Guðjón Ármann Guðjónsson – 20 punktar
5. sæti: Björgólfur Jóhannsson – 20 punktar
Besta skor: Rúnar Geir Gunnarsson, 34 högg
NÁNDARVERÐLAUN:
2. braut: Björgólfur Jóhannsson, 1,81 metra frá holu
5. braut: Ingi Þór Ólafson, 3,65 metra frá holu
Frekari niðurstöður í mótinu má sjá á golf.is