Dagurinn í dag – þetta verður bara betra

Nesklúbburinn

Þá er þriðji dagur Meistaramótsins 2020 að baki og þetta var bara yndislegur dagur í flesta staði.  Algjört Spánarveður framan af degi og þrátt fyrir marga ráshópa á vellinum var leikhraðinn i 95% tilvika mjög góður miðað við fjölda.   Í dag kláraðist keppni í nokkrum flokkum og má sjá úrslit þeirra allra með því að smella hér.  Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju. 

Við minnum á að veitingasalan er með rétt dagsins á hverjum degi í Meistaramótinu frá kl. 11.30.  Á morgun, þriðjudag er: 

1. Lasagne
2. Humarsalat

Að sjálfsögðu er svo boðið upp á hinn hefðbundna matseðil líka – njótið vel.

Við viljum bara koma því á framfæri að í ljósi aukins viðbúnaðar í samfélaginu vegna Covid 19 viljum við endilega biðja þátttakendur í Meistaramótinu sem og aðra meðlimi og gesti að virða allar þær sóttvarnarreglur sem sóttvarnarlæknir hefur lagt til.  Verum bara skynsöm og höldum umfram allt áfram að hafa gaman, njóta og hafa góða skapið og þolinmæðina að leiðarljósi. 

Megi öllum ganga sem allra best á morgun,

Mótsstjórn