Lokahóf Meistaramótsins á laugardaginn

Nesklúbburinn

Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu kl. 18.30.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á: 

Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið.  Það verður HAPPY HOUR hjá MARIO frá kl. 16.00 – 18.30 og því um að gera að taka fordrykkinn í skálanum og fylgjast með síðustu ráshópunum koma í hús.

Matseðill:

Lambalæri með villisvepparjóma
Roastbeef með Bernaisesósu
Sætkartöflumauk með pekanhnetum
Snöggsteikt Rótargrænmeti
Ferskt sumarsalat
Kaffi og konfekt

Mætum öll, gerum upp Meistaramótið og eigum saman frábæra kvöldstund í góðum félagsskap.

Verð aðeins kr. 5.500.-

Skráning fer fram með því að smella hér. 

Það verður takmarkað sætaframboð og verður eingöngu tekið við skráningum til kl. 21.00, fimmtudaginn 2. júlí þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst. 

ATH: Verðlaunahafar í Meistaramótinu eru sérstaklega hvattir til að vera viðstaddir verðlaunaafhendingu