Dómaranámskeið

Nesklúbburinn

Golfsamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeiðum nú í mars.  Námskeiðin eru tilvalin fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér frekar golfreglurnar hvort sem þeir hafi hug á að dæma í golfmótum fyrir sinn klúbb eða ekki.  Hjá Nesklúbbnum eru nú 15 kylfingar með héraðsdómararéttindi og aðeins einn með landsdómararéttindi.  Við hvetjum því alla til þess að fara á þessi námskeið sem eru mjög vel fram sett og skemmtileg.

Allt um námskeiðin má sjá á eftirfarandi link: http://www.golf.is/pages/forsida1/umgsi/frettir/frett/?nwr_from_page=true&nwr_more=17731