Nú er þremur mótum lokið á púttmótaröð Nesklúbbsins. Úrslit hafa orðið eftirfarandi:
21. febrúar:
1. Guðmundur Örn 28 högg
2. Rúnar Geir 28 högg
3. Oddur Óli 29 högg
28 febrúar:
1. Dagur 27 högg
2. Eggert 27 högg
3. Þórarinn 28 högg
6. mars:
1. Steini Steina 29 högg
2. Hinni 30 högg
3. Magndís 32 högg
Fyrirkomulag mótaraðarinnar er á þá leið að um heildar stigakeppni er að ræða þar sem fyrsta sæti gefur 12 stig, annað sæti 10 stig, þriðja sæti 8 stig, fjórða sæti 7 stig og svo koll af kolli. Sem sagt sama stigagjöf og í Evróvision söngvakeppninni.
Að auki spila 3 efstu í hverju móti sig inn á lokamót með glæsilegum verðlaunum sem fer fram síðasta þriðjudag í apríl.
Við hvetjum sem flesta til að mæta á þriðjudögum og pútta í góðum félagsskap.