Draumahöggið verður á laugardaginn

Nesklúbburinn

Kæru félagsmenn,

Í fyrra bjó Nesklúbburinn til nýjan viðburð fyrir Íslenska kylfinga sem ber nafnið DRAUMAHÖGGIÐ.  Draumahöggið felst í því að allir kylfingar skráðir í GSÍ og hafa farið holu í höggi á ákveðnu tímabili, hafa tilkynnt það hjá Einherjaklúbbnum, fá einn möguleika í viðbót til að gera gott betra.  Þeir fá eitt högg á braut nr. 2 á Nesvellinum (sjá nánar um mótið á Golfbox).  Viðburðurinn fer fram næstkomandi laugardag – þann 5. september.  Mótið er haldið í samstarfi við Einherjaklúbbinn, GSÍ og styrktaraðila.

Völlurinn okkar verður því lokaður fyrir rástíma á laugardagsmorgunn og til kl. 15.00 í versta falli.  Sökum Covid eru því miður engir áhorfendur heimilaðir í þetta skiptið og við framfylgjum því eins og við höfum gert í allt sumar.  Við hlýðum Víði.

Fyrir félagsmenn – ef allt gengur upp samkvæmt plani verður viðburðurinn eflaust búinn fyrr og þá geta þeir félagsmenn bara farið þeir út sem vilja eftir gömlu góðu boltarennunni – það er allra val.  Annars er hægt að bóka rástíma á Golfbox frá kl. 15.00.

Takk fyrir skilninginn,
Mótanefnd