Draumahringurinn á laugardaginn

Nesklúbburinn

Laugardaginn 20. ágúst. fer fram lokamótið í Draumahringnum.  Mótið er Innanfélagsmót og er 18 holu punktakeppni þar sem hámaksforgjöf er 36 bæði hjá körlum og konum. 

ATH. mótið er bæði venjulegt 18 holu mót þar sem veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppnin og einnig er þetta síðasta mótið sem telur í draumahringnum (sjá nánar á nkgolf.is).  Að móti loknu verða svo veitt verðlaun fyrir bæði mótið sjálft og efsta sætið í öllum flokkum í samanlögðu í draumahringnum.

Ræst út af öllum teigum kl. 13.00 – skráning og nánari upplýsingar á golf.is