ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í dag þar sem vindurinn úr suðaustan var í aðalhlutverki. Vindhraðinn fór upp í tæplega 11 m/s þegar mest var og var vindkælingin rúmar 4 gráður sem gerði kylfingum frekar erfitt fyrir á köflum. Engu að síður voru nokkur ágætis skor og nokkrir kylfingar lækkuðu í forgjöf. ECCO forkeppnin er höggleikur með og án forgjafar og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum. Í framhaldinu fara svo 32 efstu með forgjöf í úrslit fyrir Bikarmeistara Nesklúbbsins og 16 efstu án forgjafar í úrslit fyrir Klúbbmeistara Nesklúbbsins í holukeppni.
Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:
Án forgjafar:
1. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson, 74 högg (eftir bráðabana)
2. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson, 74 högg
3. sæti – Oddur Óli Jónasson, 75 högg
Með forgjöf:
1. sæti – Helga Kristín Einarsdóttir, 71 högg
2. sæti – Ásgeir Bjarnason, 71 högg
3. sæti – Einar Örn Ólafsson, 71 högg
Nándarverðlaun:
2./11. hola – Gauti Grétarsson, 2,37 metra frá holu
5./14. hola – Guðjón Ármann Guðjónsson, 1.68 metra frá holu
Í úrslitum ECCO Bikarkeppninnar komust 32 áfram og raðast niður eftirfarandi:
Helga Kristín Einarsdóttir – Heimir Örn Herbertsson
Jóhann Frímann Valgarðsson – Valur Guðnason
Guðmundur Örn Árnason – Sigurður Runólfsson
Oddur Óli Jónasson – Þyrí Valdimarsdóttir
Rögnvaldur Dofri Pétursson – Gunnar Grétar Gunnarsson
Guðjón Ármann Guðjónsson – Ólafur Haukur Magnússon
Steinn Baugur Gunnarsson – Friðrik Jón Arngrímsson
Eiður Ísak Broddason – Frímann Ólafsson
Ásgeir Bjarnason – Sigurjón Ólafsson
Hannes Sigurðsson – Einar Baldvin Árnason
Hörður R. Harðarson – Þorsteinn Guðjónsson
Ástvaldur Jóhannsson – Þorsteinn Þorsteinsson
Einar Örn Ólafsson – Valur Kristjánsson
Guðmundur Þóroddsson – Guðrún Valdimarsdóttir
Rúnar Geir Gunnarsson – Jónas Hjartarson
Kjartan Steinsson – Baldur Þór Gunnarsson
Í keppninni um Klúbbmeistara í Holukeppni komust 16 áfram og raðast niður eftirfarandi:
Steinn Baugur Gunnarsson – Þórarinn G. Birgisson
Helga Kristín Einarsdóttir – Eiður Ísak Broddason
Guðmundur Örn Árnason – Þórður Ágústsson
Guðjón Ármann Guðjónsson – Kristinn Arnar Ormsson
Rúnar Geir Gunnarsson – Rögnvaldur Dofri Pétursson
Vilhjálmur Árni Ingibergsson – Hörður R. Harðarson
Oddur Óli Jónasson – Jónas Hjartarson
Nökkvi Gunnarsson – Dagur Jónasson
Fyrstu umferð í Bikarmeistaranum skal lokið fyrir 3. júní og í Klúbbmeistaranum í holukeppni fyrir 10. júní