Nú er fyrsta alvöru mót sumarsins á laugdardaginn þegar forkeppnin í ECCO bikarinn fer fram. Skráning fór eingöngu fram skriflega í gegnum bókina góðu eins og áður hefur komið fram. Það er fullt í mótið og langur biðlisti.
Fyrir keppendur í mótinu: Nú ætlum við að prufa Golfbox kerfið alla leið og er mikilvægt að þátttakendur hafi eftirfarandi til hliðsjónar:
1. Í fyrramálið, fá allir þátttakendur tölvupóst þar sem þeir þurfa að staðfesta þátttöku sína í mótinu. Þetta gerum við til prufu og verður engum hent út ef hann gerir það ekki. Hinsvegar verða allar afskráningar teknar gildar.
2. Rástímar verða gefnir út á heimasíðu klúbbsins og í Golfbox kl. 13.00 á morgun. Það eiga að vera sömu rástímar og fólk skráði sig á í bókinni.
3. Skráning á skori. Það fá allir þátttakendur tölvupóst eftir hádegi á morgun með slóð („link“). Þegar þið byrjið að spila í mótinu takið þið símann með ykkur og skráið skorið í mótinu í símann í gegnum þennan link. Ath. nóg er að einn í hverju holli taki það að sér en að sjálfsögðu geta allir gert það.
4. Við munum í þessu fyrsta móti biðja ykkur um að fylla út skorkort líka. Skorið í símanum mun telja en við tökum þetta öryggisatriði ef eitthvað skyldi klikka.
5. Á meðan að mótinu stendur mun Live skor varpast á sjónvarpsskjáinn í skálanum og eins geta keppendur fylgst með stöðunni í mótinu í símanum.
Við biðjum ykkur að taka þátt í þessu með okkur á meðan að við erum að læra á kerfið. Það mun gera allt mótahald bæði auðveldara og flottara í framtíðinni.
Mótanefnd