Karlamótaröðin I – úrslit

Nesklúbburinn

Fyrsta mótið í karlamótaröðinni fór fram á fimmtudaginn.  Karlamótaröðin 2019 er ný mótaröð fyrir alla karlmenn í Nesklúbbnum og fyrst og fremst til gamans gerð ásamt því að bjóða mönnum upp á að spila reglulega til forgjafar í móti.  

Leiknar eru 9 holur og leikið eftir punktakeppnisfyrirkomulagi og veitt verða verðlaun fyrir 1., 5., og 10. sæti í hverju móti fyrir sig þar sem 1. sætið fær kr. 5.000.- í veitingasölu klúbbsins, 5. sætið fær kr. 3.000 og 10. sætið fær kr. 2.000.-

Nánari upplýsingar um mótafyrirkomulagið má sjá á heimasíðunni undir „umnk/ karlamótaröðin“ en annars urðu úrslit í fyrsta mótinu eftirfarandi:

1. sæti: Ævar Sigurðsson
5. sæti: Björgólfur Jóhannsson
10 sæti: Örn Baldursson