Einvígið á Nesinu 2020

Nesklúbburinn

Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu (shoot-out), verður haldið í 24. skipti á Nesvellinum, mánudaginn 3. ágúst næstkomandi.  Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks. 

Í fyrsta skipti í sögu mótsins hefur ekki náðst að fá beinan styrktaraðila að mótinu og má rekja það til ástands í þjóðfélaginu undanfarna mánuði.  Stjórn klúbbsins hefur tekið þá ákvörðun að halda mótið engu að síður og þá eingöngu í nafni NESKLÚBBSINS.  Þannig verður tekið á móti frjálsum framlögum frá félagsmönnum sem og öllum kylfingum, öðrum landsmönnum og fyrirtækjum sem vilja styrkja COVID deild Landspítala Íslands

Einvígið í ár verður þannig leikið í þágu VONAR.  VON er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar E6 á Landspítalanum í Fossvogi.  Félagið var stofnað af hjúkrunarfræðingum gjörgæsludeildarinnar og allt starfsfólk deildarinnar tekur þátt í starfsemi félagsins.  Hornsteinn að verkum VONAR er að styðja og styrkja skjólstæðinga deildarinnar og þar ber fremst að nefna aðstandendaherbergi deildarinnar.  Öll framlög munu renna óskert til VONAR og verða upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja VON í tengslum við EINVÍGIÐ Á NESINU 2020 birtar hér á heimasíðunni og víðar í næstu viku.

Einvígið sjálft verður með sama sniði og síðastliðið ár.  Þannig verður enginn höggleikur um morguninn heldur mæta kylfingarnir beint í Einvígið sjálft (shoot-out) sem hefst klukkan 13.00.  Þar dettur eins og áður einn kylfingur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn á 9. braut.  Sjónvarpsstöð Símans mun taka mót og sjónvarpa því síðar í sömu viku og verður Logi Bergmann á sínum stað eins og öll árin.

ATHUGIÐ: VEGNA NÝÚTGEFINNA FYRIRMÆLA YFIRVALDA VERÐA ÞVÍ MIÐUR ENGIR ÁHORFENDUR HEIMILAÐIR Á MEÐAN VIÐBURÐURINN FER FRAM.

Keppendur 2020

Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Björgvin Sigurbergsson
Bjarki Pétursson
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Haraldur Franklín Magnús
Hákon Örn Magnússon
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafur Björn Loftsson

Sigurvegarar frá upphafi:

1997      Björgvin Þorsteinsson
1998      Ólöf María Jónsdóttir
1999      Vilhjálmur Ingibergsson
2000      Kristinn Árnason
2001      Björgvin Sigurbergsson
2002      Ólafur Már Sigurðsson
2003      Ragnhildur Sigurðardóttir
2004      Magnús Lárusson
2005      Magnús Lárusson
2006      Magnús Lárusson
2007      Sigurpáll Geir Sveinsson
2008      Heiðar Davíð Bragason
2009      Björgvin Sigurbergsson
2010      Birgir Leifur Hafþórsson
2011      Nökkvi Gunnarsson
2012      Þórður Rafn Gissurarson
2013      Birgir Leifur Hafþórsson
2014      Kristján Þór Einarsson
2015      Aron Snær Júlíusson
2016      Oddur Óli Jónasson
2017      Kristján Þór Einarsson
2018       Ragnhildur Sigurðardóttir
2019      Guðmundur Ágúst Kristjánsson