Öldungabikarinn – úrslit

Nesklúbburinn

Lokaumferðirnar í Öldungabikarnum fóru fram í gær.  Keppni var æsispennandi allt til enda en svo fór á lokum að
Ásgeir Bjarnason bar sigur úr býtum.  Ásgeir sigraði alla sína leiki og hlaut því á endanum 6 vinninga.

Hástökkvari mótsins var Ólafur Benediktsson, en hann hoppaði upp um 27. sæti frá fyrstu umferð.

Þeir Ásgeir og Ólafur hlutu báðir glæsilega gjafavinninga frá NTC að launum.  

Öldungabikarinn er haldinn árlega og er spiluð holukeppni þar sem keppendur raðast upp eftir monrad fyrirkomulagi. þrjátíu og sex þátttakendur mættu til leiks.