Firmakeppni Nesklúbbsins 2020

Nesklúbburinn

FIRMAKEPPNI NESKLÚBBSINS 2020 verður haldið laugardaginn 30. ágúst.

Í þetta skiptið verða leiknar 9 holur eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem tveir leika saman í liði og verður ræst frá kl. 09.00

Hefðinni samkvæmt verður hangikjöt og uppstúf með öllu tilheyrandi að leik loknum. 

Verðlaun fyrir 3 efstu sætin ásamt heilum hellingi af aukavinningum

 1. SÆTI:
  1. 2 X 50 ÞÚS. HJÁ ICELANDAIR
  2. KASSI AF BJÓR *
  3. KASSI AF KÓK Í DÓS
  4. RAUTT OG HVÍTT *
 2. SÆTI:
  1. 2 X 30 ÞÚS HJÁ ICELANDAIR
  2. KASSI AF BJÓR *
  3. KASSI AF KÓK Í DÓS
  4. RAUTT OG HVÍTT * 
3. SÆTI:
  1. 2 X 20 ÞÚS HJÁ ICELANDAIR
  2. KASSI AF BJÓR *
  3. KASSI AF KÓK Í DÓS
  4. RAUTT OG HVÍTT * 

NÁNDARVERÐAUN

Á PAR 3 BRAUTUM:

10 ÞÚSUND KRÓNA GJAFABRÉF Á STEIKHÚSIÐ

KASSI AF BJÓR *

KASSI AF KÓK Í DÓS

RAUTT OG HVÍTT * 

MIKILVÆGT: sökum Covid verður engin verðlaunaafhending en hægt verður að vitja verðlauna á skrifstofu klúbbsins eða óskað eftir því að þeim verði skutlað heim að dyrum mánudaginn 31. ágúst eða þriðjudaginn 1. september.

ATH: Liðum er heimilt að taka tvo hringi (gegn tvöföldu gjaldi að sjálfsögðu) og mun þá betri hringurinn telja.

* Sé verðlaunahafi undir 20 ára aldri fær hann gos í stað áfengis.

Mótið er árlegt styrktarmót Nesklúbbsins og í ár er það haldið í samstarfi við ICELANDAIR CARGO.

Skráning fer eingöngu fram á skrifstofu Nesklúbbsins eða í síma: 561-1930 frá og með mánudeginum 23. ágúst.