Kvennamót VII á morgun

Nesklúbburinn

Sjöunda og síðasta kvennamót NK-kvenna fer fram á morgun, þriðjudaginn 25. júlí.  Formið er keimlíkt og áður en þó með aðeins öðruvísi sniði.  Við ætlum að biðja ykkur um að skrá ykkur líka í mótið á golfbox.  Það er ekki nauðsynlegt en flýtir mikið fyrir okkur í allri eftirvinnslu í kringum mótið.  Það verður ennþá skráning í kassanum góða í veitingasölunni og óháð því hvort þið skráið ykkur á golfbox þá þurfið þið líka að skrá ykkur í kassann og greiða í hann kr. 1000.- (með seðlum).  Munum svo allar að setja núna aðildanúmerið líka á skráningarblaðið í kassanum.

Mótin eru eins og áður góður vettvangur fyrir bæði þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í þátttöku í mótum sem og lengra komnar sem vilja lækka forgjöfina.

Hægt er að hefja leik frá kl. 08.00

Reglugerð fyrir þriðjudagsmótin má sjá nánar á nkgolf.is

Hlökkum til að sjá ykkur allar á morgun,

Hægt er að skrá sig á golfbox

Lokamótið sem fyrirhugað var þriðjudaginn 1. september hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid ástands (engar hópamyndanir)  – við munum halda það og látum ykkur vita hvenær og hvernig um leið og við vitum meir.

Sjáumst hressar á morgun,

Bryndís, Fjóla og Elsa