Fjölmenni á fræðslufundi í gærkvöldi

Nesklúbburinn

Góð mæting var á fyrsta fræðslufundinn af þremur sem klúbburinn mun halda nú í mars. Á fundunum verður klúbburinn kynntur fyrir nýjum félögum ásamt því að öllum klúbbfélögum eru kynntar aðgerðir klúbbsins til að auka leikhraða, sem m.a. felast í nokkrum nýjum staðarreglum.

53 félagar mættu á þennan fyrsta fund og voru líflegar umræður að kynningu lokinni. Allir klúbbfélagar eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér þær nýjungar sem bryddað verður upp á í sumar.

Næstu fundir eru 16. mars og 26. mars, en fundirnir hefjast kl. 19:30 í klúbbhúsinu.