Fjórði dagur meistaramóts – úrslit eftir hádegi

Nesklúbburinn

Það var úrslitastund í öllum flokkum sem spiluðu eftir hádegi. Veðurguðirnir voru enn og aftur hliðhollir þó aðeins hafi gefið í vindinn frá því um morguninn. 

Úrslit réðust í 3. og 4. flokki karla, 2. og 3. flokki kvenna og Stúlknaflokki 18 ára og yngri. Miklar sviptingar áttu sér stað, frábær tilþrif sáust um víðan völl og spennan mikil á köflum. Sjá úrslit í flokkum hér að neðan. 

3. flokkur karla – úrslit

Miklar sviptingar urðu meðal efstu manna í þriðja flokki karla. Helst bar til tíðinda draumahringur Árna Indriðasonar sem tryggði sér fyrsta sætið með glæsilegum hring upp á 78 högg! Ekki slæmt hjá manni með 16 í vallarforgjöf en þessi frábæri hringur gaf honum 46 punkta. Til hamingju Árni! Í öðru sæti varð Friðþjófur A Árnason sex höggum á eftir Árna og í þriðja sæti varð Björn Jónsson tveimur höggum á eftir Friðþjófi.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

D1

D2

D3

D4

       

Alls

Mismunur

1

Árni Indriðason

16

86

93

96

78

       

353

65

2

Friðþjófur A Árnason

16

90

88

95

86

       

359

71

3

Björn Jónsson

15

94

96

86

85

       

361

73

4. flokkur karla – úrslit

Gunnar Lúðvíksson tryggði sér sigur í fjórða flokki karla með fínum 35 punkta hring í dag. Gunnar hafði að lokum sex punkta sigur á Ólafi J Straumland sem varð annar en þriðji varð Eggert Benedikt Guðmundsson, punkti á eftir Ólafi.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

D1

D2

D3

D4

       

1

Gunnar Lúðvíksson

30

29

34

33

35

       

131

2

Ólafur J. Straumland

25

30

36

28

31

       

125

3

Eggert Benedikt Guðmundsson

24

35

29

33

27

       

124

3. flokkur kvenna – úrslit

Karitas Kjartansdóttir var í forystu frá fyrsta degi í þriðja flokki kvenna og varð að lokum nokkuð öruggur sigurvegari í þriðja flokki kvenna með samtals 134 punkta. Í öðru sæti varð Áslaug Dóra Einarsdóttir og þriðja varð Fjóla Guðrún Friðriksdóttir.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

D1

D2

D3

D4

       

1

Karitas Kjartansdóttir

36

34

37

31

32

       

134

2

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir

35

21

20

40

30

       

111

3

Fjóla Guðrún Friðriksdóttir

33

31

15

31

26

       

103

2. flokkur kvenna – úrslit

Jónína Lýðsdóttir hélt forystu frá fyrsta degi, stóðst pressuna og bar sigur úr býtum í öðrum flokki kvenna. Jónína spilaði hringina fjóra á 376 höggum og var 10 höggum betri en Guðrún Valdimarsdóttir sem varð önnur. Þriðja varð Bjargey Aðalsteinsdóttir, höggi lakari en Guðrún.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

D1

D2

D3

D4

       

Alls

Mismunur

1

Jónína Lýðsdóttir

23

91

93

92

100

       

376

88

2

Guðrún Valdimarsdóttir

26

98

99

94

95

       

386

98

3

Bjargey Aðalsteinsdóttir

23

100

94

98

95

       

387

99

 Stúlknaflokkur 18 ára og yngri – úrslit

 Salvör Jónsdóttir Ísberg vann góðan sigur í stúlknaflokki 18 ára og yngri. Salvör lék samtals á 285 höggum og var 9 höggum betri en Matthildur María Rafnsdóttir. Þriðja varð Margrét Mjöll Benjamínsdóttir, tveimur höggum á eftir Matthildi.

Hring dagsins átti tvímælalaust Hilda Björk Friðriksdóttir. Hilda spilaði á 97 höggum sem gaf henni 53 punkta! Hilda fékk 47 punkta í gær og því ljóst að forgjöfin hefur lækkað talsvert á meistaramótinu.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

D1

D2

D3

         

Alls

Mismunur

1

Salvör Jónsdóttir Ísberg

21

 

96

96

93

       

285

69

2

Matthildur María Rafnsdóttir

20

 

105

97

92

       

294

78

3

Margrét Mjöll Benjamínsdóttir

28

 

106

99

91

       

296

80