Frábær árangur í sveitakeppnum karla og kvenna

Nesklúbburinn

Sveitakeppnir karla og kvenna fóru fram um síðustu helgi.  Karlasveit Nesklúbbsins spilaði í 2. deild og var leikið í Borgarnes á meðan kvennasveit klúbbsins spilaði í 1. deild á Garðavelli á Akranesi.  Skemmst er frá því að segja að báðar sveitir stóðu sig frábærlega. 

Á Akranesi lék kvennasveitin um bronsverðlaun á sunnudaginn en beið nauman ósigur og endaði í fjórða sæti sem er jafnframt besti árangur kvennasveitar Nesklúbbsins hingað til.

Kvennasveitin var þannig skipuð:

Ágústa Dúa Jónsdóttir
Áslaug Einarsdóttir
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Helga Kristín Einarsdóttir
karlotta Einarsdóttir
Oddný Rósa Halldórsdóttir
Sigrún Edda Jónsdóttir
Þyrí Valdimarsdóttir

Liðsstjóri: Sigrún Edda Jónsdóttir

Karlasveitin lék um efsta sætið í 2. deild á sunnudaginn en tapaði þar einnig naumlega og endaði því í öðru sæti sem gefur sæti í 1. deild að ári.

Karlasveitin var þannig skipuð:

Dagur Jónasson
Eiður Ísak Broddason
Guðmundur Örn Árnason
Nökkvi Gunnarsson
Oddur Óli Jónasson
Rúnar Geir Gunnarsson
Steinn Baugur Gunnarsson
Þórarinn Gunnar Birgisson

Liðsstjóri: Jónas Hjartarson

Sannarlega frábær árangur beggja sveita og óskar klúbburinn þeim kylfingum og liðsstjórum sem skipuðu sveitirnar til hamingju.

Næstu helgi fer svo fram sveitakeppni eldri kylfinga og sveitakeppni unglinga og mun Nesklúbburinn senda samtals sex sveitir í þær keppnir.  Nánar verður fjallað um þær þegar nær dregur.