Frábær hreinsunardagur að baki

Nesklúbburinn

Hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins fór fram í dag.  Frábær mæting var í blíðskaparveðri en um 100 félagsmenn mættu og tóku til hendinni við hin ýmsu verkefni á vellinum og í kringum skálann.  Lagðir voru niður rúmlega 1000m2 af þökum við æfingasvæðið, grjót sem borist hafði inn á völlinn í vetur fjarlægt, borið á skálann og æfingaskýlið og margt, margt fleira.  Í hádeginu var svo slegið upp pylsupartýi á pallinum sem Hafsteinn og félagar á Ljóninu sáu um.

Nesklúbburinn er stoltur af því óeigingjarna en um leið magnaða starfi sem allir þeir sem mættu inntu af hendi og verður það seint fullþakkað.

Eftir hádegið var svo slegið upp 9 holu texas-scramble móti þar sem tæplega 60 þátttakendur voru skráðir.  Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

1. sæti: Gunnlaugur Jóhannsson og Áslaug Einarsdóttir – 32 högg nettó
2. sæti: Arnar Friðriksson og Ólafur Benediktsson – 32 högg nettó
3. sæti: Grímheiður Jóhannsdóttir og Þuríður Halldórsdóttir – 33 högg nettó