Frábær skráning í 55. Meistaramót Nesklúbbsins

Nesklúbburinn

Skráningu í 55. Meistaramót Nesklúbbsins lauk núna í kvöld kl. 22.00.  Skráning fór svo sannarlega fram úr björtustu væntingum þar sem á endanum skráðu sig 210 félagsmenn sig til leiks í þessu stærsta móti sumarsins.  Eins og undanfarin ár eru flestir þátttakendur í 2. flokki karla eða 45 talsins en annars er dreifingin í flokkana mjög góð og stefnir því í fjölmennt og um leið frábært Meistaramót.  Rástímatöflu fyrir mótið má sjá hér á síðunni  „Um nk/skjol“ eða með því að smella hér. Athugið að taflan er birt með fyrirvara um breytingar og því um að gera að fylgjast reglulega með öllum rástímum hér á síðunni.

Rástímar fyrir fyrsta keppnisdag, laugardaginn 29. júní verða birtir bæði hér á síðunni og á golf.is um kl. 14.00 á morgun, föstudaginn 28. júní.