Upplýsingar fyrir Meistaramótið

Nesklúbburinn

Fyrir þá félagsmenn sem eru skráðir í Meistaramót Nesklúbbsins 2019 er gott að hafa eftirfarandi í huga:

* Allar upplýsingar fyrir mótið verða birtar hér á heimasíðu klúbbsins.  Það er því nauðsynlegt að kíkja reglulega hér inn og fylgjast með því hvort einhverjar nýjar upplýsingar eða að breytingar hafa hafi verið gefnar út.

* Á golf.is heitir mótið annarsvegar „Meistaramót Nesklúbbsins“ sem heldur utan um alla forgjafarskipta flokka og drengjaflokk og hinsvegar „Meistaramót Nesklúbbsins öldungaflokkar“ sem heldur utan um alla aldursskipta flokka.

* Öll úrslit (skor) eru eingöngu birt á golf.is og að sjálfsögðu á töflunni í skálanum.

* Rástímar eru birtir daglega bæði hér á síðunni og á golf.is. Þeir eru birtir eins fljótt og mögulegt er – sem þýðir eftir að síðasti ráshópur hvers dags í mótinu hefur lokið leik.

* Áætlaða rástíma má sjá hér á síðunni undir „UmNk/skjol“.  Munið að þeir eru birtir með fyrirvara um breytingar.

*  Staðarreglur fyrir mótið verða birtar hér á vefnum síðar í dag.

* Meistaramótið í ár er gríðarlega fjölmennt og það liggur fyrir að fyrstu þrír dagarnir munu taka tíma.  Það er því nauðsynlegt að við reynum öll í sameiningu að halda leikhraða.  Það gerum við best með því allir í hverjum ráshópi leggist á eitt við að halda í við næsta ráshóp á undan okkur – við komumst ekki hraðar en það.

Svo er bara umfram allt að taka jákvæðnina og góða skapið með okkur og njóta þess að spila í 56. Meistaramóti Nesklúbbsins.

Góða skemmtun og gangi ykkur vel

Mótsnefnd