Styrktarmót fyrir Ólaf Björn Loftsson, atvinnukylfing og félaga í Nesklúbbnum var haldið á Nesvellinum í dag. Tæplega 190 kylfingar og velunnarar Ólafs mættu og lögðu sitt af mörkum fyrir komandi átök Ólafs, en hann stefnir á úrtökumót fyrir evrópsku og bandarísku mótaraðirnar í haust. Í mótinu í dag var leikið eftir bæði punkta- og höggleiksfyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum. Í lok kvölds lagði fjöldi fólks leið sína út á Nesvöll í glæsilega verðlaunaafhendingu þar sem einnig var dregið úr fjölda skorkorta.
Ólafur Björn vill þakka öllum þeim sem lögðu leið sína út á Nesvöll í dag ásamt þeim fjölmörgu styrkaraðilum sem gerðu mótið jafn veglegt og flott og það var.
Helstu úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:
Nándarverðlaun:
1. braut: Gísli Birgisson – 57cm frá holu
2. braut: Skúli Arnarsson – 2,30m frá holu
5. braut: Jónatan Jónatansson – 1,44m frá holu
8. braut: Þórarinn Gunnar Birgisson – 0cm
Punktakeppni:
1. sæti: Friðrik Þór Sigmarsson – 23 punktar
2. sæti: Þórarinn Gunnar Birgisson – 23 punktar
3. sæti: Einar Þór Gunnlaugsson – 22 punktar
Höggleikur:
1. sæti: Þórarinn Gunnar Birgisson – 32 högg
2. sæti: Einar Þór Gunnlaugsson – 34 högg
3. sæti: Guðmundur Örn Árnason – 35 högg
Helstu styrktaraðilar mótsins voru:
Nesklúbburinn, Icelandair, Flufélag Íslands, Eirberg, Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfkúbbur Kópavogs og Garðabæjar, Golfkúbburinn Keilir, Ölgerðin, VOX Reykjavík, Hótel Natura.