Þriðjudagsmót hjá NK-konum á morgun

Nesklúbburinn

Kæru NK-Konur,

Nú eru aðeins 3 mót eftir tengt NK konum.  Þátttakan í sumar hefur verið mjög góð þrátt fyrir veðrið hafi ekki alltaf leikið við okkur.  Klárum sumarið með stæl og fjölmennum á síðustu mótin.

  • 5. þriðjudagsmótið er á morgun,  þriðjudaginn 30. júlí
  • 6.og síðasta þriðjudagsmótið verður haldið þriðjudaginn 13. ágúst.
  • Lokahófið veður sunnudaginn 25.ágúst. Ræst er út á öllum teigum kl. 10:00, mæting kl. 09:30 síðan matur að hætti Krissa. Auglýst nánar þegar nær dregur, en takið morguninn frá.

Golfkveðja,
Kvennanefndin