Fréttapunktar

Nesklúbburinn

Völlurinn:

Nú er verið að búa völlinn undir vetrarbúning og verður fært yfir á vetrarflatir um leið og veður gefur tilefni til.  Félagsmenn eru beðnir um að virða það og leika alls ekki inn á sumarflatir né af sumarteigum þegar vellinum hefur verið breytt.  Eins og áður hefur komið fram er völlurinn eingöngu opinn fyrir félagsmenn.

Aðgangur að salernum:

Nú er búið að virkja aðgang félagsmanna að salernisaðstöðu óháð því hvort að skálinn sé opinn eða ekki.  Þeir félagsmenn sem hafa í hyggju að nýta sér það þurfa að koma við á skrifstofu klúbbsins og virkja félagsskírteinið sitt fyrir aðgang.  Hægt er að koma við á skrifstofunni alla næstu viku á milli kl. 11.00 og 15.00.  Þá má minna félagsmenn á það sem áður hefur verið tilkynnt, þ.e. að félagsskírteinin sem voru gefin út í vor eru til næstu ára og því má alls ekki henda þeim. 

Veitingasala:

Eins og tilkynnt var í síðasta mánuði verða breytingar á rekstri veitingasölunnar fyrir næsta ár.  Leit er nú hafin að nýjum aðila og fyrir fyrirspurnir eða ábendingar má hafa samband við skrifstofu klúbbsins í síma: 561-1930 eða á nkgolf@nkgolf.is

Starfsmannamál:

Haukur Jónsson, vallarstjóri Nesklúbbsins undanfarin ár hefur látið af störfum hjá klúbbnum.  Eru honum þökkuð vel unnin störf og honum óskað alls hins besta á nýjum vettvangi.  Stjórn klúbbsins hefur hafið vinnu við að ráða nýjan vallarstjóra.

Inniaðstaða:

Risið, inniaðstaða Nesklúbbsins á Eiðistorgi mun opna núna mánudaginn og verður fyrst um sinn opið á virkum dögum á milli kl. 13.00 og 20.00.  Þeir sem vilja bóka tíma í golfherminum er bent á að gera það í síma: 561-1910 á ofangreindum tíma.  Athugið að hægt er að bóka tíma í herminn utan hefðbundins opnunartíma og þá eingöngu í gegnum Hjalta í sama símanúmer.

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Neskúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember nk.  Það verður allt tilkynnt nánar þegar nær dregur.