Frí kennsla á golfhermi á sunnudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Golfhermarnir okkar á Nesvöllum bjóða upp á ótal möguleika til afþreyingar og golf æfinga. Á sunnudaginn (28. janúar) býðst félögum Nesklúbbsins að kíkja við og fá stutta kennslu í því hvernig best er að æfa sig í golfhermunum endurgjaldslaust. Til þess að nýta sér þetta þarf að bóka tíma fyrirfram með því að hringja í síma 561-1910 á opnunartíma Nesvalla eða með því að senda póst á nesvellir@nkgolf.is.

Við minnum einnig á að allir skuldlausir félagsmenn NK eiga 10.000 kr inneign á Nesvöllum sem gildir í golfherma eða upp í klippikort í golfherma.